Kirkjutorg 4

Project Info

Kirkjutorg 4 í Reykjavík er í eigu Þórsgarðs fasteignafélags.

Vínbarinn og Bergsson delí&djús eru með rekstur á jarðhæð hússins.

Kvosin Downtown Hotel opnaði í júní 2013 og er reksturinn í höndum Meira leiguhúsnæðis.

Description

Kirkjutorg 4 eða Kirkjuhvoll er hús við Kirkjutorg í Reykjavík. Jón Sveinsson trésmiður hóf byggingu þessi árið 1899 og var henni lokið árið 1901.
Kirkjuhvoll er veglegt timburhús sem vakti talsverða athygli á sínum tíma. Það var til dæmis fyrsta íbúðarhús Reykjavíkur þar sem komið var fyrir miðstöðvarhitun. Útlit hússins er nú mikið breytt frá því sem upphaflega var. Framhlið þess múruð með skeljasandi og lítið sést af hinum nýklassíska byggingarstíl þess.

Client:
Meira leiguhúsnæði
Date:
June 20, 2015
Location:
Kirkjutorg 4
Category:
Atvinnuhúsnæði
portfolio
portfolio